70 ár frá frelsun Auschwitz

Þess er minnst í dag að 70 ár eru liðin frá frelsun fanga sem var haldið í Auschwitz-útrýmingarbúðum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Um 300 manns sem komust lífs af eru komin saman í Auschwitz, sem er í suðurhluta Póllands, þar sem minningarathöfn fer fram.

Um milljón manns lést í útrýmingarbúðunum á árunum 1940 til 1945. Um 90% þeirra voru gyðingar. 

Þjóðarleiðtogar og fulltrúar ríkja sem börðust sem bandamenn í stríðinu verða viðstaddir athöfnina í dag. Blómsveigur verður lagður við búðirnar, haldin verður guðsþjónusta og kveikt á kertum í minningarathöfn sem fer fram í Birkenau, sem var hluti af Auschwitz-búðunum.

Rauði her Sovétmanna frelsaði fangana 27. janúar árið 1945. Tveimur árum síðar hafði búðunum verið breytt í safn og opnaðar almenningi.

Miroslaw Celka sést hér standa við hlið útrýmingarbúðanna þar sem …
Miroslaw Celka sést hér standa við hlið útrýmingarbúðanna þar sem stendur: „Arbeit macht frei“, sem útleggja má á íslensku sem „Vinna gerir þig frjálsan“. AFP
Um milljón lét lífið í Auschwitz á fimm ára tímabili.
Um milljón lét lífið í Auschwitz á fimm ára tímabili. EPA
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert