70 ár frá frelsun Auschwitz

00:00
00:00

Þess er minnst í dag að 70 ár eru liðin frá frels­un fanga sem var haldið í Auschwitz-út­rým­ing­ar­búðum nas­ista á tím­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Um 300 manns sem komust lífs af eru kom­in sam­an í Auschwitz, sem er í suður­hluta Pól­lands, þar sem minn­ing­ar­at­höfn fer fram.

Um millj­ón manns lést í út­rým­ing­ar­búðunum á ár­un­um 1940 til 1945. Um 90% þeirra voru gyðing­ar. 

Þjóðarleiðtog­ar og full­trú­ar ríkja sem börðust sem banda­menn í stríðinu verða viðstadd­ir at­höfn­ina í dag. Blóm­sveig­ur verður lagður við búðirn­ar, hald­in verður guðsþjón­usta og kveikt á kert­um í minn­ing­ar­at­höfn sem fer fram í Bir­kenau, sem var hluti af Auschwitz-búðunum.

Rauði her Sov­ét­manna frelsaði fang­ana 27. janú­ar árið 1945. Tveim­ur árum síðar hafði búðunum verið breytt í safn og opnaðar al­menn­ingi.

Miroslaw Celka sést hér standa við hlið útrýmingarbúðanna þar sem …
Miroslaw Celka sést hér standa við hlið út­rým­ing­ar­búðanna þar sem stend­ur: „Arbeit macht frei“, sem út­leggja má á ís­lensku sem „Vinna ger­ir þig frjáls­an“. AFP
Um milljón lét lífið í Auschwitz á fimm ára tímabili.
Um millj­ón lét lífið í Auschwitz á fimm ára tíma­bili. EPA
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert