Vissi ekki hvað hann hét

Mynd af Jeno. Þarna er hann þriggja ára gamall.
Mynd af Jeno. Þarna er hann þriggja ára gamall. Af Facebook síðunni

Þegar fangarnir í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz voru frelsaðir voru þar á meðal fjölmörg börn og unglingar sem höfðu verið notuð í tilraunum. Að sögn eftirlifenda skapaðist mikil skelfing daginn sem fólkið var frelsað og voru margir sem týndu ástvinum sínum. 

Einn þeirra var Menachem Bodner sem kom til Auschwitz árið 1943 ásamt tvíburabróður sínum. Þeir voru aðeins þriggja ára. Þegar hann yfirgaf búðirnar vissi hann ekki hvað hann hét og hafði enga hugmynd um hver hann var yfir höfuð. Eina auðkenni hans var fanganúmerið. 

Með hjálp ísraelsks erfðafræðings, Ayönu KimRon, hefur Bodner komist að því að hans rétta nafn er Elias Gottesman. Komst hann jafnframt að því að bróðir hans hét Jeno og fæddust þeir í smábæ í Austur-Ungverjalandi. Nú hefur Bodner hafið leit að bróður sínum á Facebook.

Með hjálp KimRon komst Bodner jafnframt að því að faðir hans lést í útrýmingarbúðum nasista og móðir þeirra sneri aftur til Ungverjalands, en var myrt árið 1946. 

Nú er Bodner 74 ára gamall og leitar bróður síns sem hann sá síðast daginn sem þeir voru frelsaðir fyrir sjötíu árum. 

Á facebooksíðunni kemur fram að fundist hafa vísbendingar sem gefa til kynna að Jeno hafi verið ættleiddur, mögulega af kristinni fjölskyldu í Bandaríkjunum. Eina sem er þó vitað fyrir víst er að á handlegg hans er fanganúmerið A7734 húðflúrað. 

Hafa KimRon og Bodner beðið fólk að deila síðunni og vonast eftir að Jeno finnist. 

Hér má sjá facebooksíðuna.

Hér má sjá umfjöllun BBC. 

Modner og KimRon skoða myndir af foreldrum Modner. Hann hafði …
Modner og KimRon skoða myndir af foreldrum Modner. Hann hafði ekki séð þau eða mynd af þeim í rúmlega 70 ár. Af Facebook síðunni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert