Efna til friðarvöku við mosku í Osló

Múslimar og gyðingar mynduðu friðarhring umhverfis samkomuhús gyðinga í Osló …
Múslimar og gyðingar mynduðu friðarhring umhverfis samkomuhús gyðinga í Osló á laugardag. EPA

Hundruð Norðmanna hyggjast taka þátt í friðarvöku við mosku í Osló næstkomandi laugardag, en þá verður vika liðin frá því að múslimar og gyðingar sameinuðust við samkomuhús gyðinga í borginni í kjölfar árásanna í Kaupmannahöfn.

„Við erum hópur fólks sem vill sýna, vegna vaxandi ótta og togstreitu, að við sjáum múslima ekki sem ógn, heldur feng,“ segja skipuleggjendur svokallaðs „samstöðuhrings“. „Við erum glöð að múslimar eru partur af samfélagi okkar og teljum þá vera berskjaldaðan minnihluta í norsku þjóðfélagi.“

Í dag hafa um 400 manns boðað komu sína á viðburðinn við Jamaat Ahle Sunnat-moskuna. Um 1.300 tóku þátt í friðarvökunni við samkomuhúsið síðustu helgi, en hún var skipulögð af ungum norskum múslimum.

Til stendur að mynda friðarhring um samkomuhús gyðinga í Stokkhólmi á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert