Reyndi að hindra morðingjann

EPA

Um tólf hundruð mættu í útför Finns Nørgaards, danska kvikmyndagerðarmannsins sem var skotinn til bana á kaffihúsi í menningarmiðstöð í Kaupmannahöfn þann 14. febrúar sl. 

Í fréttum danskra fjölmiðla í dag kemur fram að Nørgaard hafi verið skotinn til bana er hann reyndi að stöðva árásarmanninn sem skaut á allt sem fyrir varð. Nørgaard, sem var 55 ára er hann lést, var skotinn til bana fyrir utan kaffihúsið í fyrri árásinni af tveimur sem Omar El-Hussein framdi þennan sama dag.

Um fjörtíu þungvopnaðir lögreglumenn voru við kirkjuna í morgun en meðal gesta var forsætisráðherra Danmerkur Helle Thorning-Schmidt. Auk hennar voru leiðtogar múslíma og gyðinga í Danmörku viðstaddir útförina.

Í seinni árásinni skaut El-Hussien gyðing, Dan Uzan, 37 ára, til bana við bænahús gyðinga í Krystalgade. Síðar um nóttina skaut lögregla morðingjan hins vegar til bana. 

Jyllands-Posten hefur eftir vitnum að Nørgaard hafi reynt að trufla byssumanninn en hann skaut 28 skotum á menningarmiðstöðina.

„Við vitum ekki hvað Finn gekk til en við erum viss um að það var ekki eigið öryggi sem var honum efst í huga,“ segja systur hans í bréfi sem birt er í nokkrum dagblöðum í Danmörku.

„Finn var maður sem greip til aðgerða þegar einhver var hjálpar þurfi eða bjó við hættulegar aðstæður,“ segir enn fremur.

Nørgaard var helst þekktur fyrir heimildarmyndagerð en hans helsta áhugasvið tengist samþættingarvanda ólíkra hópa. Ein þekktasta mynd hans er frá árinu 2004 en sú mynd fjallar um ungan ástralskan boomerang kastara.

Ómerkt gröf morðingjans, Omar Abdel Hamid El-Hussein,
Ómerkt gröf morðingjans, Omar Abdel Hamid El-Hussein, EPA
EPA
Frá útför Dan Uzan
Frá útför Dan Uzan AFP
Forsætisráðherra Danmerkur Helle Thorning-Schmidt var viðstödd útförina
Forsætisráðherra Danmerkur Helle Thorning-Schmidt var viðstödd útförina EPA
AFP
EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert