Fundu brak þyrlunnar

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Fundist hefur brak úr bandarísku þyrlunni sem hefur verið saknað síðan skjálfti upp á 7,3 stig reið yfir fyrir í vikunni. Brak þyrlunnar fannst skammt frá landamærum Kína, samkvæmt upplýsingum frá nepalska hernum.

Um borð voru sex banda­rísk­ir land­gönguliðar og tveir nepalsk­ir her­menn en þeir eru hluti af björg­un­arliði sem sinn­ir mannúðaraðstoð á hamafara­svæðum þar í landi.

Þyrl­an er af gerðinni UH-1 Huey og til­heyr­ir hún sveit land­gönguliða Banda­ríkj­anna. Áhöfn­in hafði ný­lokið við að skila af sér vist­um og hjálp­ar­gögn­um til bág­staddra á þriðjudag þegar allt sam­band við hana rofnaði.

Herforingi sem AFP fréttastofan ræddi við í morgun segir að ekki sé vitað hvort einhver úr áhöfn þyrlunnar hafi komist lífs af þar sem þeir hafi aðeins séð brakið úr lofti. Verið er að reyna að lenda skammt frá slysstaðnum og fá það staðfest að um þyrluna sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert