Líkamsleifar fundust í Nepal

AFP

Líkamsleifar átta hermanna, sem voru um borð í bandarískri þyrlu sem fórst þegar hún var að sinna björgunarstörfum í Nepal, fundust í nótt. Þær verða fluttar til Katmandú, höfuðborgar Nepals, í dag.

Brak úr þyrlunni, sem hafði verið saknað síðan jarðskjálfti upp á 7,3 stig reið yfir fyrr í vikunni, fannst í gær, skammt frá landamærum Kína. Um borð voru sex bandarískir landgönguliðar og tveir nepalskir hermenn, en þeir eru hluti af björgunarliði sem minnir mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum þar í landi, að því er segir í frétt NBC News.

Þyrl­an er af gerðinni UH-1 Huey og til­heyr­ir hún sveit land­gönguliða Banda­ríkj­anna. Áhöfn­in hafði ný­lokið við að skila af sér vist­um og hjálp­ar­gögn­um til bág­staddra á þriðju­dag þegar allt sam­band við hana rofnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert