Tölvuhakkararnir sem stálu gögnum af framhjáhaldssíðunni AshleyMadison.com hafa birt upplýsingar um 32 milljónir notenda síðunnar. Þetta kemur fram í frétt Wired. Um mánuður er síðan tölvuþrjótar sem nefna sig Impact Team gerðu árás á síðuna, sem er lýst sem hulduvef (dark web) en á vef AshleyMadison.com segir að síðan sé fremsta stefnumótaþjónusta heims fyrir gift fólk sem leitar eftir leynilegum kynnum við aðra en makann sinn.
Í spurningadálki segir þó að þjónustan hvetji fólk ekki til framhjáhalds og bendir þeim sem eiga í sambandserfiðleikum á að leita aðstoðar. Hins vegar sé þjónustan sú allra besta fyrir þá sem leita eftir einhverjum öðrum en makanum til þess að uppfylla þarfir sínar.
Í gær voru birtar upplýsingar um greiðslur milljónir manna, tölvunetföng þeirra og símanúmer fólks sem var skráð á vefinn. Hakkararnir hótuðu því að birta gögnin ef síðunni yrði ekki lokað. Það var ekki gert og því hafa þeir hafist handa við að birta upplýsingarnar.
Þegar þeir birtu gögnin í gær sögðust þeir hafa útskýrt svikin á bak við vefinn og hversu fáránlegur hann sé líkt og skráðir félagar á honum. Nú geti allir séð upplýsingar um þetta fólk sem þar er á skrá.
„Ég er að leita að einhverjum sem er óhamingjusamur heima fyrir eða bara leiður og er að leita að einhverri spennu,“ segir einn notandi á síðunni, samkvæmt Wired. Í frétt tæknivefjarins kemur fram að um 15 þúsund notendur gefa upp netföng hjá stjórnvöldum og hernum.
Leitar að kúri og faðmlögum á framhjáhaldsíðu
Notar ekki síðuna til kynlífs
Hátíð fyrir skilnaðarlögfræðinga