„Við héldum bara áfram að berja hann“

Marokkóski byssumaðurinn sem var yfirbugaður af tveimur bandarískum hermönnum um borð í lest á leið frá Amsterdam til Parísar hefur verið fluttur frá bænum Arras, þar sem hann var handtekinn, til Parísar, að því er The Telegraph greinir frá. Hann er sagður hafa neitað að tjá sig við lögreglu hingað til.

Frétt mbl.is: Komu í veg fyrir harmleik

Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að bera lof á hermennina tvo sem voru í fríi. Mennirnir, hinn 22 ára Spencer Stone frá Kaliforníu og Alek Skarlatos frá Oregon nutu aðstoðar tveggja annarra farþega við að yfirbuga manninn. Stone liggur nú á spítala vegna sára sem hann hlaut þegar byssumaðurinn réðst að honum með dúkahníf. Annar maður hlaut skotsár á háls í átökunum en hvorugur er sagður í lífshættu.

Bandaríkjamaðurinn Anthony Sadler var á ferð með mönnunum tveimur þegar atvikið átti sér stað og aðstoðaði þá. Hann segir þá hafa heyrt byssuskot og svo gler sem brotnaði og loks séð lestarstarfsmann koma hlaupandi með byssumanninn í humátt á eftir sér.

„Við vissum ekki hvort byssan var ekki að virka eða eitthvað svoleiðis. Spencer hljóp bara samt og ef einhver hefði verið skotinn þá hefði það verið Spencer og við erum bara mjög heppin að enginn var drepinn,“ sagði Sadler við AFP. Hann segir byssumanninn ekki hafa reiðst þegar mennirnir afvopnuðu hann. „Skilið byssunni minni! Skilið byssunni minni. En við héldum bara áfram að berja hann.“

„Náðu honum“

Hinn breski Chris Norman , sem búsettur er í Frakklandi, aðstoðaði einnig við að yfirbuga manninn.

„Ég sá mann bera AK-47, eða ég gerði allavega ráð fyrir að þetta væri einhverskonar vélbyssa,“ sagði Norman við the Telegraph. „Ég beygði mig niður í sætinu mínu. Alek sá það sem var í gangi, Spencer leit á það sem var í gangi og Alek sagði við Spencer „Náðu honum“. Spencer stökk af stað og tæklaði hann og byrjaði að ná stjórn á hryðjuverkamanninum. „

Segir Norman að Skarlatos hafi stökkið af stað í kjölfarið, svo Sadler og loks hann sjálfur. „Við enduðum með að binda hann en í ferlinu tók gaurinn út hníf og byrjaði að skera Spencer. Hann skar hann bak við hálsinn og skar nánast af honum þumalinn líka. Spencer hélt honum og við náðum loks stjórn á honum. Ég held að hann hafi misst meðvitund“.

Frétt mbl.is: Yf­ir­buguðu árás­ar­mann í lest

Anthony Sadler, Alek Skarlatos og Chris Norman fengu allir orður …
Anthony Sadler, Alek Skarlatos og Chris Norman fengu allir orður við stutta athöfn í bænum Arras í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert