Möguleg sjálfsvíg vegna framhjáhaldsgagna

Hakkararnir gera lítið úr þeim vefvörnum sem Ashley Madison hafði …
Hakkararnir gera lítið úr þeim vefvörnum sem Ashley Madison hafði úr að spila. AFP

Lögregla í Kanada rannsakar nú tvær óstaðfestar frásagnir af sjálfsvígum í tengslum við gögn sem tölvuþrjótar láku eftir að hafa brotist inn í kerfi framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison.

Eigendur síðunnar, fyrirtækin Avid Dating Life og Avid Media, hafa heitið því að greiða hálfa milljón kanadískra dollara, eða sem samsvarar rúmlega 48 og hálfri milljón íslenkra króna, til þess sem veitir upplýsingar sem leiða til þess að haft verði upp á þrjótunum.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í Toronto í morgun.

Tölvuþrjótarnir stálu upplýsingum um milljónir notenda og hafa birt þrjá skammta af gögnum. Þeir hafa varað við því að eiga enn mikið af óbirtum, viðkvæmum gögnum. Upplýsingarnar áttu vitanlega að fara leynt þar sem starfsemi síðunnar snýst um að halda trúnað en fólk skráir sig til þess að geta haldið framhjá maka sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert