Rússar skutu að tyrkneskum togara

Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Samskipti Rússa og Tyrkja hafa verið …
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Samskipti Rússa og Tyrkja hafa verið stirð upp á síðkastið. AFP

Eitt af herskipum Rússa skaut viðvörunarskotum í áttina að tyrkneskum togara í Eyjahafi.

Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að ákveðið hafi verið að skjóta á togarann til að koma í veg fyrir árekstur.

Togarinn var að sögn Rússa aðeins 600 metra frá herskipinu en sneri við eftir að viðvörunarskotin gullu við.

Tengiliður tyrkneska hersins í Moskvu hefur verið kallaður á fund utanríkisráðuneytisins vegna atviksins, að því er BBC greindi frá. 

Samskipti Rússa og Tyrkja hafa verið stirð eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu við landamæri Sýrlands og Tyrklands í síðasta mánuði. Tyrkir héldu því fram að þotan hefði flogið inn í tyrkneska landhelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert