Sjö handteknir vegna árásar í Istanbúl

Kona um borð ferju í Istanbúl í gærkvöldi. Í baksýn …
Kona um borð ferju í Istanbúl í gærkvöldi. Í baksýn má sjá Ægissif. AFP

Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárás sem var gerð í Istanbúl á  þriðjudaginn. Tíu þýskir ferðamenn létu lífið þegar að maður sprengdi sig í loft upp á fjölförnum ferðamannastað.

Að sögn innanríkisráðherra Tyrklands er rannsókn málsins enn í gangi en sjö hafa verið handteknir .Af þeim voru fjórir handteknir í gær og einn á þriðjudagskvöld. Ekki liggur fyrir hvenær hinir tveir voru handteknir.

Tyrknesk yfirvöld greindu frá því á þriðjudaginn að  þau hefðu borði kennsl á árásarmanninn sem  28 ára liðsmann Ríkis íslams frá Sýrlandi. Hann sprengdi sig í loft upp á Sultanahmet torgi en þar eru margir af helstu ferðamannastöðum borgarinnar, þar á meðal Bláa moskan og Hagia Sophia (Ægissif).

Maðurinn hét Nabil Fadli og hafði nýlega komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var ekki á lista yfirvalda yfir grunaða hryðjuverkamenn. 15 særðust í árásinni.

Tyrkneskar öryggissveitir hafa síðustu daga handtekið um 70 grunaða Ríkis íslams liða um allt landið en ekki er vitað hvort einhverjir þeirra eru taldir tengjast árásinni í Istanbúl.

Tyrkir hafa síðustu mánuði aukið aðgerðir sínar gegn Ríki íslams eftir að samtökin hófu að ráðast á Tyrki. Til að mynda létu 103 lífið í tvöfaldri sjálfsmorðsárás í Ankara í Október sem Ríki íslams lýsti ábyrgð yfir.

Fórnarlambanna minnst í gærkvöldi á vettvangi árásarinnar.
Fórnarlambanna minnst í gærkvöldi á vettvangi árásarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert