Bjóða afbókanir á ferðum til Istanbúl

Spreng­ing­in var mjög kraft­mik­il og heyrðist vel í hinu sögu­fræga …
Spreng­ing­in var mjög kraft­mik­il og heyrðist vel í hinu sögu­fræga Sult­ana­h­met-hverfi en þar eru helstu minn­is­merki borg­ar­inn­ar og heim­sækja tug­ir þúsunda ferðamanna hverfið á hverj­um degi. AFP

Þýska ferðaskrifstofan TUI hefur boðið viðskiptavinum sínum sem bókað höfðu ferðir til Istanbúl að skipta um áfangastað sér að kostnaðarlausu. Þessa ákvörðun tók fyrirtækið í kjölfar sjálfsmorðsprengingar á Sultanahmet torginu nálægt Bláu moskunni í borginni í morgun. Níu af þeim tíu sem létu lífið í sprengingunni voru Þjóðverjar.

Samkvæmt forstöðumönnum ferðaskrifstofunnar eiga viðskiptavinir einnig þess kosta að fresta ferðum sínum til Istanbúl á næstu sex dögum, sér að kostnaðarlausu.

Grunur leikur á að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða en árásarmaðurinn var Sýrlendingur á þrítugsaldri, meðlimur samtaka Ríki íslams. Borin voru kennsl á hann með líkamspörtum sem fundust á vettvangi. Eins og áður sagðir létu tíu lífið í árásinni í morgun. Þá særðust fimmtán og eru tveir þeirra í lífshættu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu. „Í dag var ráðist á Istanbúl. Það hefur verið ráðist á París, það hefur verið ráðist á Túnis og Ankara. Alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi sýnir í dag grimmilegt og ómannúðlegt eðli sitt.“

Frétt mbl.is - Flestir hinna látnu Þjóðverjar 

Ferðamenn að njóta sín við Bláu moskuna.
Ferðamenn að njóta sín við Bláu moskuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert