Átta hafa látist í flóðunum

Fjöldi látinna í flóðunum í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum er kominn í átta manns. Yfirvöld í ríkinu hafa lýst yfir neyðarástandi í átta sýslum.

Fram kemur í frétt AFP að flóðin séu í rénun sums staðar í suðurhluta Louisiana-ríkis en þau fari hins vegar vaxandi annars staðar. Haft er eftir John Bel Edwards, ríkisstjóra Louisiana, að flóðin í suðurhluta ríkisins séu án hliðstæðu.

Flóðin hafa valdið skemmdum á 40 þúsund heimilum og yfir 8 þúsund manns hafast við í neyðarskýlum. Þá hafa 20 þúsund manns þurft að flýja heimili sín. Tilkynningar hafa borist um innbrot í hús sem hafa verið yfirgefin. Edwards segir að brugðist verði við því með útgöngubanni þegar skyggja tekur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert