Tala látinna komin í 39

Frá neyðarskýli í Texas.
Frá neyðarskýli í Texas. AFP

Tala látinna af völdum hitabeltisstormsins Harveys sem gengið hefur yfir Texas í Bandaríkjunum síðustu daga er komin í 39. Stór svæði í Houston eru enn undir vatni en tug­ir þúsunda húsa eru á flóðasvæðunum.

Björgunaraðgerðir standa yfir í ríkinu, en 33 þúsund manns hafast við í neyðarskýlum.

Enn er varað við flóðum, en búist er við mikilli rigningu frá Louisiana til Kentucky næstu þrjá daga. Þá er vatnslaust í bænum Beaumont, en þar búa um 118 þúsund manns. Biluðu vatnsdælur þar vegna flóðanna og þurfti að rýma spítala í bænum.

AFP

Eins og greint var frá í morgun urðu sprengingar í efnaverksmiðju í Houston í morgun, en varað hefur verið við reyk úr verksmiðjunni. Nokkrir hafa leitað til læknis eftir að hafa andað að sér reyknum, en ákveðið var í morgun að rýma svæði innan þriggja kílómetra radíuss frá verksmiðjunni.

Eld­ur­inn kom upp í geymi vegna vand­ræða með kæli­búnað verk­smiðjunn­ar eft­ir úr­hellið sem fylgdi felli­byln­um Har­vey. Nauðsyn­legt er að halda efna­blönd­um kæld­um í verk­smiðjunni. Því er úti­lokað að koma í veg fyr­ir að það kvikni í verk­smiðjunni.

CNN fréttastofan fylgist náið með ástandinu í Texas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert