Tilraunabólusetningar hefjast í dag

Heilsugæslustarfsmenn í Austur-Kongó munu í dag hefja tilraunabólusetningar vegna Ebólu-faraldurs sem brotist hefur út í austurhluta landsins.

Í frétt BBC segir að heilsugæslustarfsmenn verði meðal þeirra fyrstu sem fá bólusetninguna í dag. Tilraunabóluefnið reyndist áhrifaríkt í takmörkuðum rannsóknum sem gerðar voru á því þegar faraldurinn herjaði á Vestur-Afríku á árunum 2014 til 2016.

Talið er að 26 manns hið minnsta hafi látist af völdum Ebólu-faraldursins sem hófst fyrr í mánuðinum. Tilkynnt hefur verið um 45 Ebólu-smit og af smituðum eru þrír heilbrigðisstarfsmenn.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur faraldurinn ekki vera alþjóðlegalýðheildsuvá á þessu stigi, en níu nágrannaríkjum Kongó hefur verið tilkynnt um að líklegt sé að faraldurinn berist þangað.

Læknar án landamæra að störfum á svæði Ebólu-faraldursins í Kongó.
Læknar án landamæra að störfum á svæði Ebólu-faraldursins í Kongó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert