Nafn konunnar sem lést í London

Margir hafa komið saman til að syrgja og minnast þeirra …
Margir hafa komið saman til að syrgja og minnast þeirra sem létust og særðust í árásinni fyrir helgi. AFP

Lögreglan í London hefur greint frá nafni konu sem lést í hryðjuverkaárás í borginni fyrir helgi. Konan, Saskia Jones, var 23 ára gamall háskólastúdent. Hún var stungin til bana ásamt öðrum manni, Jack Merritt, en greint var frá nafni hans í gær. 

Toby Williamson, sem er framkvæmdastjóri Fishmongers' Hall, þar sem árásin var gerð á föstudag, líkir ástandinu við martröð. Hann segir að starfsmenn sínir hafi slegist við árásarmanninn, Usman Khan, sem menn töldu að væri með sprengjubelti um sig miðjan. 

Saskia Jones lést í árásinni.
Saskia Jones lést í árásinni. AFP

Tveir menn gripu stóla, slökkviliðstæki og skögultönn af náhveli, sem var inni í byggingunni, til að berjast við Khan og þannig tókst þeim að koma honum út úr byggingunni, að því er segir á vef BBC. 

Khan, sem er 28 ára gamall, hafði hlotið dóm fyrir hryðjurverk en hafði verið sleppt úr fangelsi í desember í fyrra og var hann á reynslulausn. Lögreglumenn skutu hann til bana á London Bridge. 

Jack Merritt var einnig myrtur í árásinni í London sl. …
Jack Merritt var einnig myrtur í árásinni í London sl. föstudag. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert