Segir Trump ekki sekan

Lögmaður Trumps segir hann ekki sekan um glæpsamlegt athæfi.
Lögmaður Trumps segir hann ekki sekan um glæpsamlegt athæfi. AFP/Yuki Iwamura

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna og nú­ver­andi for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, var mætt­ur í dómsal á Man­hatt­an í New York í dag.

Er hann meðal annars sakaður um fjársvik og tilraunir til að hylma yfir mútugreiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels að andvirði 130.000 bandaríkjadala eða rúmlega 18 milljarða króna. 

Lögmaður Trumps segir hann ekki sekan um glæpsamlegt athæfi. 

Ekkert að því að reyna að hafa áhrif á kosningar

„Þetta mál snýst um glæpsamlegt samsæri og tilraunir til að hylma yfir þeim glæpum,“ sagði Matthew Colangelo, aðstoðarsaksóknari á Manhattan.

„Þetta voru hrein og bein kosningarsvik,“ sagði hann enn fremur. 

Dómsmálið gegn Trump skiptist niður í 34 liði sem hafa að gera með falsanir á reikningum, mútugreiðslur til Daniels í skiptum fyrir þögn hennar um samskipti þeirra árið 2006 og fyrir að reyna að hylma yfir ofangreind fjársvik. 

Trump gæti endaði á bak við lás og slá verði hann dæmdur sekur, en álitsgjafar vestanhafs telja meiri líkur á því að dómsmálið endi með sektargerð eða skilorði. 

Todd Blanche, lögmaður Trumps, sagði í opnunarræðu sinni að forsetinn fyrrverandi væri ekki sekur um glæpsamlegt athæfi: 

„Þetta kemur ykkur kannski á óvart, en það er ekkert að því að reyna að hafa áhrif á kosningar,“ sagði hann og hélt áfram: 

„Það kallast lýðræði.“

Segir dómsmálið vera íhlutun í kosningunum

Trump sagði fyrr í dag að dómsmálið væri íhlutun í yfirstandandi kosningum. Þá sagði hann þetta vera sorglegan dag í sögu Bandaríkjanna:

„Ég er hér í stað þess að vera í Pennsylvaníu, Georgíu eða annars staðar að sinna framboðinu mínu,“ sagði hann og líkti dómsmálinu við nornaveiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka