Versta vínuppskera í 62 ár

Alþjóðleg vínsamtök segja loftslagsbreytingar bera meginsök á bágri stöðu uppskerunnar.
Alþjóðleg vínsamtök segja loftslagsbreytingar bera meginsök á bágri stöðu uppskerunnar. mbl.is

Vínframleiðsla um allan heim hefur hríðfallið, eða um 10% frá því á síðasta ári, vegna slæmrar uppskeru.

Leita þarf aftur 62 ár til þess að finna dæmi um jafn slæma uppskeru. Alþjóðleg vínsamtök segja loftslagsbreytingar bera meginsök á bágri stöðu uppskerunnar.

„Ofsaveður, þurrkar, sinueldar og annað í tengslum við loftslagsbreytingar, bera meginsök á hríðfalli í vínuppskeru,“ segir í tilkynningu frá samtökunum OIV. 

Samtökin „International Organisation of Vine and Wine“ eða OIV teygja sig til tæplega fimmtíu landa sem framleiða vín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert