Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur aldrei verið eins gott

Davíð Oddsson sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að samstarf stjórnarflokkanna tveggja hefði verið afar farsælt á kjörtímabilinu. "Hygg ég að óhætt sé að segja að þessir tveir flokkar hafi aldrei áður átt svo gott samstarf," sagði Davíð, en tók fram að flokkarnir tveir gengju engu að síður óbundnir til kosninga.

„Sjálfstæðismenn þurfa að halda vöku sinni, því sárgrætilegt væri ef sá árangur sem náðst hefur og í vændum er rynni út í sandinn. Það er athyglisvert að engin vinstri stjórn hefur nokkru sinni getað setið heilt kjörtímabil. Þær hafa hrökklast frá vegna innri sundurþykkju og efnahagslegs öngþveitis. Ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokks hafa á hinn bóginn oftast nær setið heil kjörtímabil. Þessar staðreyndir segja íslenskum kjósendum milda sögu," sagði Davíð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert