Kennarar samþykkja að sameinast

Úrslit atkvæðagreiðslu kennara um hvort sameina eigi Kennarasamband Íslands og Hið íslenska kennarafélag eru nú ljós. Kennarar ætla að sameinast og verður stofnþing nýs kennarasambands haldið í nóvember.

Niðurstaðan hjá Kennarasambandi Íslands varð sú að 76,6% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, en 18,2% nei. Á kjörskrá voru 4.607, 3.766 greiddu atkvæði eða 81,7%. Hjá Hinu íslenska kennarafélagi voru 1.262 á kjörskrá og 75,8% tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 72,5% sögðu já, en 23,4% nei. „Skilyrðum kjörstjórna félaganna um 60% lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslunni og að a.m.k. 60% þeirra er afstöðu taka segi já er því náð og félagsmenn hafa fyrir sitt leyti samþykkt sameiningu kennarafélaganna," segir í fréttatilkynningu frá félögunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert