ASÍ gagnrýnir frumvarp um kjararáð

Alþýðusamband Íslands gagnrýnir harðlega nýtt frumvarp um kjararáð, sem mælt hefur verið fyrir á Alþingi, en kjararáð á að taka við af kjaradómi og kjaranefnd. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir í samtali við Blaðið í dag, að aldrei muni friður ríkja um ákvörðun tekna kjörinna fulltrúa fyrr en öll kjör séu ákvörðuð á einum stað og slíkt sé ekki til staðar í nýja frumvarpinu.

ASÍ hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarpið. Gylfi segir í samtali við Blaðið, að ASÍ geti tekið undir margt í frumvarpinu en gagnrýni ýmislegt, sérstaklega að ekki skuli vera hlutverk nýs kjararáðs að ákveða til að mynda lífeyrisréttindi og önnur sérkjör þingmanna, þannig að þingmenn geti áfram skammtað sér eftirlaun og starfsgreiðslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert