Ísland ekki í lægð

Veðursældin undanfarna daga vekur upp spurningar. Margir vilja tengja góða veðrið við breytt loftslag vegna gróðurhúsaáhrifa. Það því ekki nema von að menn fýsi að vita hvaða öfl liggi að baki sólarsælunni.

Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, segir erfitt að setja einstaka atburði í samband við loftslagsbreytingar í heiminum. Um ræðir nokkurrar vikna tíðarfar, en loftslagsbreytingar koma fram á 50 til 100 árum og því er erfitt að gera tengingar þar á milli.

Þá segir Haraldur að lægðir sem venjulega ferðast yfir Ísland haldi sig nú yfir Bretlandi. Óvíst er hvort einhver breyting verður þar á og ekki er von á djúpum eða tíðum lægðum á næstunni. Búast má þó við minni sól næstu daga, en óvíst er hvort verður úr rigningunni sem spáð hefur verið næstu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert