Fínkemba leitarsvæðið

Fokker Friendship flugvél Landhelgisgæslunnar, flugvél danska hersins og varðskip gæslunnar fínkemba nú leitarsvæðið þar sem talið er að bandarísk ferjuflugvél hafi farið í sjóinn vestur af Reykjanesi fyrir réttum sólarhring. Haldið er í vonina um að flugmaðurinn hafi komist í björgunarbát, sem vitað er að hann var með.

Tugir manna koma að leitinni, sem enn hefur engan árangur borið. Flogið er mjög þétt fram og til baka á tilteknu leitarsvæði og verður áætlun þar um endurmetin þegar farið hefur verið yfir allt svæðið.

Aðstæður til leitar voru erfiðar í morgun og um hádegisbilið, en vonast er til að lægi þegar líður á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert