Dala-Rafn gegn olíufélögunum

„Aðalkrafan hljóðar upp á um 8,3 milljónir króna,“ segir Hlynur Halldórsson, lögmaður útgerðarfélagsins Dala-Rafns.

Einkamál félagsins gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Ker, áður Olíufélaginu, vegna samráðs þeirra á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001 var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

„Þetta mál snýst um samráð [olíu]félaganna í Vestmannaeyjum og varðar viðskipti við þau frá 1996,“ segir Hlynur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert