Greiðir 357 milljónir í opinber gjöld

Greiðendur á Seltjarnarnesi greiða að meðaltali hæstu gjöldin í Reykjanesumdæmi.
Greiðendur á Seltjarnarnesi greiða að meðaltali hæstu gjöldin í Reykjanesumdæmi.

Sigurður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri í Kópavogi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi, samkvæmt álagningarskrá, sem birt var í dag. Sigurður greiðir  357.130.285 krónur samkvæmt skránni.

Næstur kemur Hinrik Kristjánsson, Hafnarfirði en hann greiðir 262.771.849 krónur og Guðmundur Steinar Jónsson, Garðabæ, greiðir 219.722.400 krónur. 

Alls eru skattgreiðendur í umdæminu 78.798 auk 1471 barna undir 16 ára aldri, eða alls 80.269. Gjöld lögð á einstaklinga nemur samtals 74.254.091.235 krónum en á börn nemur álagning  18.761.633 krónum.

Meðaltal álagðra gjalda á einstaklinga er hæst á Seltjarnarnesi, 1.418.320 krónur, síðan í Garðabæ, 1.361.953 krónur og á Álftanesi 1.026.312. Lægst er álagningin í  Sandgerði, 585.004 krónur. 

Listi yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi:

  1. Sigurður Sigurgeirsson, Kópavogi, 357.130.285 krónur
  2. Hinrik Kristjánsson, Hafnarfirði, 262.771.849 krónur
  3. Guðmundur Steinar Jónsson, Garðabæ, 219.722.400  krónur
  4. Albert Þór Jónsson, Kópavogi, 219.349.525  krónur
  5. Einar F. Kristinsson, Garðabæ 215.402.782  krónur
  6. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Hafnarfirði, 214.382.670  krónur
  7. Haraldur Reynir Jónsson, Hafnarfirði, 211.031.513 krónur
  8. Bjarni Ármannsson,  Seltjarnarnesi (nú Noregi) 187.784.604  krónur
  9. Arnór Víkingsson, Kópavogi, 183.343.314  krónur
  10. Sigurður Örn Eiríksson, Garðabæ, 177.140.398  krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert