Uppáhaldskindur halda heim

Bræðurnir frá Ytri Sólheimum smöluðu Hvítmögu um síðustu helgi. Hvítmaga liggur milli Skógafjalls og Sólheimaheiðar í Mýrdal og er ekki hægt að komast yfir í Hvítmögu nema með því að fara yfir Sólheimajökul sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli.

Einar Guðni Þorsteinsson bóndi á Ytri Sólheimum segir að gengið hafi vel að smala þótt einhverjar kindur hafi gengið úr greipum bræðranna og njóti frelsisins enn um sinn. Þetta er fjórða árið sem þeir bræður  á Ytri Sólheimum og Brekkum reka fé í Hvítmögu, og þó að jökullinn sé flugháll eftir miklar rigningar undanfarið og smalarnir séu vel vopnaðir fjallajárnum og fjallastöngum  fóta kindurnar sig ótrúlega  vel á svellinu. Féð var vænt eftir gott sumar. Óskar Þorsteinsson segir að það séu aðeins uppáhaldskindurnar sem fái að fara í Hvítmögu  og fengu þær konunglegar móttökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert