Hengilásar og forsetakaffi

Fjármálaeftirlitinu var læst  með hengilás um tvö leytið í dag. Mótmælendur hengdu´því næst miða á dyrnar þar sem stóð að stofnunin væri lokuð vegna vanhæfis og getuleysis forstjórans.  Þegar stundarfjórðungur var liðinn komu umsjónarmenn hússins og klipptu í sundur hengilásinn.

Á sama tíma hélt tugur mótmælenda til Bessastaða til að biðja forsetann að staðfesta ekki fjárlögin.

Forseetahjónin buðu mótmælendum við Besstastaði uppá kaffi og ræddu við þá í betri stofunni. Frétta og tökumönnum var ekki boðið að slást í hópinn.

Einn mótmælandi sagði þegar hann kom út forsetinn hefði gert helst til mikið úr kaffiboðinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert