Falla frá lögbanni

Skilanefnd Kaupþings og bankastjóri nýja Kaupþings hefur ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál  vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn hefur sent frá sér. Kaupþing fékk sett lögbann á laugardagskvöldið á umfjöllun RÚV upp úr glærum af lánanefndarfundi Kaupþings frá því í september.

Einhver hafði lekið glærum af fundinum, alls rúmlega 200 bls. til Wikileaks. Þar var að finna upplýsingar um lán Kaupþings til manna eins og bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona og félaga þeim tengdum. Lán Ólafs Ólafssonar og félaga honum tengdum. Björgólfs-feðga og Jón Ásgeir Jóhannesson og félög tengd honum og eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur.

Ekki var sett lögbann á umfjöllun annarra fjölmiðla á birtingu upplýsinga upp úr lánabókinni og hefur Fréttavefur Morgunblaðisins ítrekað birt gögnin hér á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka