Hátt í þrjátíu þúsund undirskriftir

Björk og Ómar Ragnarsson sungu saman í gær.
Björk og Ómar Ragnarsson sungu saman í gær. mbl.is/Ernir

Rúmlega 29 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að koma í veg fyrir sölu á HS Orku og að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Átakið hófst í Norræna húsinu í gær með kareókímaraþoni. Björk Guðmundsdóttir, Ólafur Stefánsson, Páll Óskar og fleiri hófu átakið með söng.

Kareókímaraþonið mun standa yfir í einhvern tíma í viðbót og hvetja forsvarsmenn átaksins landsmenn til að taka þátt með því að syngja. Að sögn forsvarsmannanna hafa nú þegar verið skipulagðir söngviðburðir víða um land í tengslum við undirskriftasöfnunina.

Undirskriftarlistann má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert