Hvasst á Akranesi

Traktor var notaður til að fergja upplýsingaskilti sem fauk sunnan …
Traktor var notaður til að fergja upplýsingaskilti sem fauk sunnan við Akrafjall. www.vegagerdin.is

Björgunarfélag Akraness hefur sinnt hátt í 30 verkefnum í dag. Um 20 liðsmenn félagsins eru á þremur bílum að veita aðstoð. Þök hafa verið að losna, braggi á sveitabæ sunnan við Akrafjall fauk út í buskann. Eins hafa hlutir á borð við trampólín, fellihýsi, vinnupalla og fleira fokið. 

Upplýsingaskilti við þjóðveginn sunnan við Akrafjall fauk niður í morgun. Traktor var notaður til að fergja skiltið, eins og sjá mátti í vefmyndavél Vegagerðarinnar. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hafa borist talsvert margar tilkynningar um fok, en ekki um neitt stórtjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert