Telja Ísland hafa fallist á réttarreglur um landbúnað

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. Reuters

Vefurinn Evrópuvaktin segir, að Evrópusambandið telji fulltrúa Íslands hafa fallist á að réttarreglur í 11. kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun, í viðræðuáætlun um ESB-aðild Íslands, verði grundvöllur samningaviðræðnanna.

Þetta mat komi fram í drögum embættismanna Evrópusambandsins að skýrslu um rýnivinnu í landbúnaðarmálum. Drögin séu nú skoðunar hjá þeim sem fái aðgang að þeim samkvæmt reglum utanríkisráðuneytisins um trúnað.

Evrópuvaktin segir, að sé þessi niðurstaða borin saman við það sem Stefán Haukur Jóhannesson, formaður aðalviðræðunefndar Íslands, hafi látið í veðri vaka  um mótun samningsafstöðu Íslands sé svigrúm til að móta hana mun þrengra en áður var ætlað.

Réttarreglurnar fyrir 11. kafla séu reglur Evrópusambandsins um landbúnaðarmál. Hafi verið fallist á þær af hálfu íslenska utanríkisráðuneytisins verði verulega erfitt að vinda ofan af því samþykki þegar til svonefndra samningaviðræðna komi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert