Menn bara úti af illri nauðsyn

Öskumistur í Mýrdal.
Öskumistur í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Þetta er svart öskufall og virðist dreifast um stærra svæði heldur en í fyrra, því þetta er miklu meira en þá," segir Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal og fréttaritari Morgunblaðsins. Jónas er nú á ferðinni með björgunarsveitinni Víkverjum við að aðstoða bændur að koma búpening á hús.

„Við erum nýkomnir á Klaustur og erum að aðstoða bændur með bæði hross og kindur. Sauðburður er langt kominn hjá mörgum og fé úti og það er alltaf erfitt að taka allt fé inn þegar það er komið út á annað borð." Jónas segir mjög mismunandi mili bæja hvernig húsrými fyrir búfénaðinn er.

Hann segir öskufallið andstyggilegt. „Það er ekkert hægt að vera úti nema með grímu og gleraugu, því um leið og þú kemur út þá fyllast augun af ryki og ösku. Menn eru bara út af illri nauðsyn og ekkert vit í öðru en að vera með gleraugu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert