Mikilvægt að huga að skepnunum

Svona var ástandið við Freysnes upp úr kl. 10 í …
Svona var ástandið við Freysnes upp úr kl. 10 í morgun. mynd/Hjalti Björnsson

Enn er mikið öskufall frá eldgosinu í Grímsvötnum og leggur mökkinn yfir byggðirnar sunnan og suðvestan við Vatnajökul, allt frá Vestmannaeyjum og Vík og yfir Kirkjubæjarklaustur og Öræfasveit í austri.

'Í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð segir að í fyrstu öskusýnum hafi ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. „Mikilvægt er að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert