Þurftu að snúa við á Mýrdalssandi

Aska er um allt á Mýrdalssandi.
Aska er um allt á Mýrdalssandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bændur í Álftaveri hafa í dag verið að setja sauðfé inn í hús, en þeir eru í útjaðri gosmakkarins. Björgunarsveitarmenn urðu í dag frá að hverfa þegar þeir ætluðu að reyna að aka yfir Mýrdalssand þar sem þeir sáu ekkert fram fyrir sig.

Blaðamenn Morgunblaðsins sem voru á ferð við Mýrdalssand ræddu í dag við björgunarsveitarmenn sem voru að koma af Mýrdalssandi. Þeir sneru við á sandinum þrátt fyrir að vera á vel útbúnum bíl.

Bændur í Álftaveri hafa í dag verið að smala sauðfé og hrossum og setja sumar kindur inn og þrengja að öðrum og tryggja að dýrin hafi nóg hey og vatn.  Skyggni er sæmilegt þar og mun betra en í nágrenni Kirkjubæjarklausturs þar sem hefur verið mjög blint í mestallan dag. Þar rofaði þó aðeins til eftir hádegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert