Úr hjarta gosmökksins

Gætt er ítrustu varúðar í námunda við eldgosið í Grímsvötnum og fólk hvatt til að vera ekki útivið að nauðsynjalausu. Þetta kemur fram í myndskeiði Reuters-fréttastofunnar frá gossvæðinu.

Fram kemur að þótt búist hafi verið við eldgosi í Grímsvötnum komi stærð eldgossins á óvart.

Rætt er við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing.

„Eldgosið nú er umtalsvert stærra en síðustu þrjú eldgos í eldfjallinu. Gosmökkurinn nær einnig talsvert meiri hæð sem þýðir að askan mun berast víða. Það átti ekki við fyrri eldgos,“ segir Páll og vísar til þriggja síðustu eldgosa í Grímsvötnum.

„Það á eftir að koma í ljós hversu lengi askan helst í andrúmsloftinu og hver langtímaáhrif á flugumferð verða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert