Öskufjúk í Eyjum

Svissneskur ferðamaður skammt frá Kirkjubæjarklaustri í öskumistrinu í gær.
Svissneskur ferðamaður skammt frá Kirkjubæjarklaustri í öskumistrinu í gær. Reuters

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja segir að þar sem spáð sé áframhaldandi norð- og norðaustlægum áttum næstu tvo daga séu líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Fram kemur að umtalsvert öskufall hafi verið í Eyjum síðasta sólarhringinn og fínt öskufjúk sé nú í bænum.

Almannavarnarnefndin bendir fólki á að unnt sé að nálgast rykgrímur á lögreglustöð, heilbrigðisstofnuninni og á slökkvistöðinni við Heiðarveg.  Þá sé fólki með öndunarfærasjúkdóma bent á að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu meðan öskufjúk er í bænum.

Búfjáreigendum er auk þess bent á að brynna búfénaði sínum vel meðan ástandið varir og þeir sem eigi þess kost að gefa fénaði sínum á húsi fremur en að beita í haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert