100 manns við smölun og þrif

Frá smölum björgunarsveitarmanna í dag, en Reuters hefur birt fjölda …
Frá smölum björgunarsveitarmanna í dag, en Reuters hefur birt fjölda mynda frá öskufallssvæðinu. Reuters/INGOLFUR JULIUSSON

Störf björgunarsveita hafa gengið vel á öskufallssvæðinu suðaustanlands í dag. Um 100 manns frá björgunarsveitum á Hvolsvelli, höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu hafa tekið þátt. Aðallega er um að ræða smölun á fé og hrossum og aðra aðstoð við bændur.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að einnig hafi björgunarsveitir tekið þátt í flutningi á vatni, þær hafa límt fyrir glugga, þétt hús og þrifið.

Árangur smölunar var nokkuð góður, mikið af fé og hrossum náðist í hús. Reyndist ástandið á búpeningnum mun betra en búist hafði verið við, að sögn Landsbjargar.

Reuters/NGOLFUR JULIUSSON
Reuters/INGOLFUR JULIUSSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert