100 þúsund króna fundarlaun

Gafl og þeir sem teknir voru.
Gafl og þeir sem teknir voru. mynd/bb.is

Verktakafyrirtækið Ósafl lýsir eftir tveimur þriggja tonna bílpallsgöflum, sem hafa horfið af plani við skemmu hjá bænum Ósi. Heitir fyrirtækið 100 þúsund króna fundarlaunum. 

Vinna við snjóflóðagarðinn í Bolungarvík er komin á fullt skrið eftir veturinn. Rúmlega fjörutíu manns starfa við verkið á vegum Ósafls.

„Hið leiða atvik hefur þó átt sér stað að tveir af fjórum göflum sem koma aftan á palla stóru búkollanna hafa horfið. Það hefur sennilega gerst á síðustu 2-3 mikum. Gaflarnir voru geymdir á plani við skemmu sem tilheyrir bænum Ós, rétt við aðkomu að Bolungarvíkurgöngunum. Gaflarnir eru engin smásmíði, hvor um sig vegur um 3 tonn þannig að það hefur þurft að öflugan krana til að hífa þá upp og vörubíl til að flytja þá burt. Vonandi er hér um misskilning að ræða og er skorað á viðkomandi að skila göflunum eða láta vita hvar þeir eru, hið allra fyrsta. Einnig leyfum við okkur hér með að óska aðstoðar almennings við að upplýsa hvarfið,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Vefur bb.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert