Kröfu um bónusgreiðslur hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Ásgeirs Jónssonar, fyrrum yfirmanns greiningardeildar Kaupþings, um að krafa upp á 1,3 milljónir króna verði viðurkennd sem forgangskrafa í bú bankans.

Krafan byggðist á samningi, sem Ásgeir gerði við bankann um bónusgreiðslur. Samkvæmt þeim samningi fékk hann greiddar 1,3 milljónir króna í bónus 1. október 2008 og átti hann að fá sömu upphæð í ársbyrjun 2009. Ásgeiri var hins vegar sagt upp störfum eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir haustið 2008.

Í samningi Ásgeirs og bankans var m.a. ákvæði um að kæmi til uppsagnar í kjölfar skipulagsbreytinga hafi bankinn  fullan ákvörðunarrétt á hvort bónus verði greiddur.

Héraðsdómur segir, að skipun skilanefndar yfir Kaupþing hafi leitt til grundvallarbreytinga á starfsemi bankans og verði vart komið við meiri skipulagsbreytingum á starfseminni en urðu þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert