Minnast fjögurra þýskra flugmanna

Leiðangursmenn sem fóru með skjölinn að Valahjalla við Reyðarfjörð.
Leiðangursmenn sem fóru með skjölinn að Valahjalla við Reyðarfjörð. mbl.is/Sævar Guðjónsson

Minningarskjöldur var afhjúpaður sl. sunnudag um fjóra þýska flugmenn sem fórust á Valahjalla við norðanverðan Reyðarfjörð á uppstigningardag 22. maí árið 1941, eða fyrir 70 árum.

Í leiðangurinn fóru ellefu manns, m.a. frá björgunarsveitunum í Fjarðabyggð, en gangan að flaki flugvélarinnar er um sjö km frá Karlsskála. Töluverður snjór var á hjallanum, að sögn leiðangursmanna, eða um 40-50 cm, sem að öllu jafna er auður á þessum árstíma. Leiðsögumaður var Sævar Guðjónsson á Mjóeyri.

Konsúll Þýskalands á Austurlandi, Adolf Guðmundsson flutti minningarorð. Um kvöldið var svo minningarkvöldvaka í máli og myndum á Randulffs-sjóhúsi á Eskifirði um atburðinn. Þar var meðal annars vitnað í sögur samtímafólks sem upplifði atburðinn.

Kostnað við þennan atburð og minningaskjöldinn báru fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu.

Íslenska og þýska fánanum var flaggað við minningarskjöldinn um hermennina …
Íslenska og þýska fánanum var flaggað við minningarskjöldinn um hermennina þýsku. mbl.is/Sævar Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert