87% sögðu já hjá VR

Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. mbl.is/Ómar

Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR eða 87,37% en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag.

Kjarasamningurinn var undirritaður þann 5. maí sl. Atkvæðagreiðslan  var rafræn og stóð frá því kl. 9:00 að morgni  11. maí til kl. 12:00 á hádegi í dag, 25. maí.  Á kjörskrá voru 28.018, atkvæði greiddu 4.338 eða 15,48%. Niðurstaðan er sem hér segir:

sögðu 3,790 eða 87,37%

Nei sögðu  488 eða 11,25%

Tek ekki afstöðu sögðu 60 eða 1,38%

Samningurinn telst því samþykktur. Niðurstaðan hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins en SA hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert