Þverrandi máttur í Grímsvatnagosi

Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi á Arnardrangi í Landbroti.
Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi á Arnardrangi í Landbroti. mbl.is/Rax

Sprengivirkni í Grímsvötnum hefur dregist verulega saman og eldgosið er nú mun minna en það var í upphafi. Aðstæður í gær leyfðu í fyrsta sinn að keyrt væri að gosstöðvunum og færðu margir sér það í nyt, þar á meðal hópur vísindamanna frá Jarðvísindastofnun.

Kolsvart á Vatnajökli

„Það er frekar eins og við séum að keyra á Mýrdalssandi en á Vatnajökli. Það er allt kolsvart hérna,“ sagði Atli Pálsson, hjá Trekking Travel, en hann var einn þeirra sem keyrðu upp að gosstöðinni í Grímsvötnum í gær. „Þetta er alveg ævintýraleg breyting. Við höfum allir verið hérna áður og vanalega er þetta hvít veröld,“ sagði Atli, „en núna er allt kolsvart.“ Öskustrókurinn náði lengst af ekki nema 2-3 kílómetra hæð í gær en skaust af og til hærra upp í loftið. Hæst fór hann upp í átta kílómetra laust eftir hádegi.

Þrátt fyrir að gosið virðist í rénun gætir áhrifa þess enn víða. Bændur á Suðausturlandi kepptust áfram við að tryggja búfénaði sem bestan aðbúnað, en fjöldi björgunarsveitarmanna var að störfum á vettvangi. Enn er röskun á flugferðum og var stærstu flugvöllum landsins lokað í gærkvöldi. Ráðgert er að þeir verði opnaðir aftur nú í byrjun dags. Um 500 flugferðir voru felldar niðar í Evrópu í gær vegna öskuskýsins sem stöðugt breiðir úr sér í norðurhluta álfunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert