Súkkulaði frá Jóa Fel innkallað

Súkkulaðið hefur verið innkallað. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Súkkulaðið hefur verið innkallað. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Jim Smart

Hjá Jóa Fel hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla belgíst súkkulaðið, merkt Jóa Fel, þar sem varan inniheldur soja lesitin en þeirra er ekki getið í innihaldslýsingu. 

Fram kemur í tilkynningu að það séu eingöngu verslanir Hagkaupa sem selji súkkulaði frá Jóa Fel.

„Soja lesetin er á  lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Samkvæmt upplýsingum frá Hjá Jóa Fel  er varan ekki lengur í sölu.  Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir soja lesetini eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu verslun Hjá Jóa Fel gegn endurgreiðslu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert