„Alvarlegar athugasemdir“

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is / Hjörtur

Landsbankinn „gerir alvarlegar athugasemdir“ við frétt RÚV í kvöld um útgerðarmanninn Guðmund Kristjánsson og félög tengd honum og viðskipti hans við Landsbankann.

„Í fréttinni er staðreyndum lýst með röngum og villandi hætti, óskyldir hlutir tengdir saman og dregnar af því ályktanir sem ekki fá staðist,“ segir m.a. í athugasemd bankans. Bankinn kveðst ekki geta tjáð sig nánar um efni fréttarinnar þar eð hann sé bundinn þagnarskyldu.

Í frétt RÚV  sagði m.a. að Guðmundur haldi enn hlut sínum í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum þrátt fyrir milljarðaafskriftir hjá Nýja Landsbankanum. Einnig segir þar að hlutur sem áður var skráður á bankann sé nú skráður á kennitölu Guðmundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert