Opnunarskilyrði af hálfu ESB

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að bréf frá pólitískri forystu Evrópusambandsins til íslenskra stjórnvalda, þar sem þau eru ávítuð fyrir að vera ekki reiðubúin til að hefja viðræður um landbúnaðarmál, vera til vitnis um að sambandið sé að setja Íslandi skilyrði fyrir inngöngu.

Hún segir að gagnsæi skorti í ferlið og Íslendingar séu ekki nægilega upplýstir um stöðu mála. Ólöf segir jafnframt að Íslandi sé nauðsynlegt að skapa trúverðugleika á alþjóðavettvangi og að með því að fara út í aðildarviðræður við ESB þegar þjóðin var ekki tilbúin til þess sé veruleg hætta á að trúverðugleiki þjóðarinnar bíði hnekki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert