Hreinsað til í hrauninu

Börn úr Áslandsskóla tóku til hendinni í dag
Börn úr Áslandsskóla tóku til hendinni í dag mbl.is/Eggert

Hreinsunarátak hófst í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík í morgun og tóku fjölmargir til hendinni við hreinsunarstarfið, þar á meðal börn í Áslandsskóla, Hraunvallaskóla og Hvaleyrarskóla. Í dag er dagur íslenskrar náttúru.

Átakið er á vegum Hraunavina í samvinnu við sjálfboðaliðasamtökin SEEDS, grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða. 

Átakinu verður framhaldið á morgun og eru áhugasamir Hafnfirðingar og nærsveitungar hvattir til að koma í Straum við Straumsvík kl. 10 eða kl. 13. Þar verður skipt í hópa og eru áhugasamir hvattir til að taka með sér sorppoka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert