Vilja rannsaka skjálftavirkni

Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð.

Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Enn önnur skjálftahrina mældist við Hellisheiðarvirkjun seint í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert