Útblásturinn tvískattaður verði innlent gjald ekki fellt niður

mbl.is/Ómar

Tillögur um hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti í föstu formi sem lagðar hafa verið fram af fjármálaráðherra hafa vakið hörð viðbrögð.

Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn því að kolefnisgjald á flugvélaeldsneyti verði hækkað en hækkunin kemur aðallega niður á innanlandsflugi og hópbifreiðum.

„Það sem við höfum sérstaklega við þetta að athuga er að frá og með næstu áramótum eða janúar 2012 verður útblásturinn tvískattaður,“ segir Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, en hann vísar þar til þess að frá og með janúar 2012 mun Ísland falla undir viðskiptakerfi ESB um útstreymisheimildir gróðurhúsalofttegunda.

„Við gerum að okkar mati þá eðlilegu kröfu að þetta innlenda gjald falli þá niður,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag. Kolefnisgjald á flugvélaeldsneyti var sett á með lögum árið 2009 og tók gildi árið 2010. Það var hækkað um 50% um síðustu áramót og er nú áætlað að það hækki um 30% í viðbót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert