Vill fund um skatta og IPA-styrki

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson Ómar Óskarsson

Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, óskar eftir því að utanríkismálanefnd fundi hið fyrsta um undanþágur frá skattalögum vegna IPA-styrkja sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar Bragi óskar eftir því að fulltrúar utanríkisráðuneytisins mæti á fundinn til að svara fyrir málið.

Hann segir í tölvupósti til mbl.is að samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins „þá virðist unnið að samningi milli íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um undanþágur frá skattalögum vegna IPA-styrkja. Sé þetta rétt þá kemur það verulega á óvart þar sem utanríkismálanefnd hefur ekki verið skýrt frá slíkum samningi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert