Skorti fagleg vinnubrögð

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Kristinn Ingvarsson

Fag­leg og aka­demísk vinnu­brögð skort­ir hjá þeim há­skóla­mönn­um sem skrifa und­ir yf­ir­lýs­ingu varðandi er­indi Van­trú­ar til siðanefnd­ar Há­skóla Íslands sem birt­ist í nokkr­um fjöl­miðlum í dag. Eng­inn þeirra sem skrifuðu und­ir kynnti sér hlið fé­lags­ins með að ræða við það. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu á vef Van­trú­ar.

Alls skrifa 109 há­skóla­menn við ís­lenska há­skóla og stofn­an­ir und­ir yf­ir­lýs­ing­una, en í þeim hópi eru 84 kenn­ar­ar og starfs­menn við Há­skóla Íslands. Í henni er sagt að glær­ur sem kenn­ar­inn Bjarni Rand­ver Sig­ur­vins­son notaði í kennslu um Van­trú og sem fé­lagið kvartaði und­an til siðanefnd­ar reyni á eng­an hátt á mörk aka­demísks frels­is kenn­ara eins og haldið hafi verið fram í kvört­un Van­trú­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu á vef Van­trú­ar sem birt­ist í dag seg­ir að fé­lags­mönn­um þess finn­ist al­var­leg­ur skort­ur á fag­leg­um og aka­demísk­um vinnu­brögðum þeirra há­skóla­manna sem skrifa und­ir yf­ir­lýs­ing­una. Eng­inn þess­ara kenn­ara og starfs­manna hafi haft fyr­ir því að kynna sér hlið Van­trú­ar með því að ræða við fé­lags­menn.

Þá hafi Van­trú­ar­menn áhyggj­ur af þeim al­var­lega und­ir­tóni sem greina megi í yf­ir­lýs­ing­unni. Hann birt­ist í hálf­gerðri hót­un um að há­skóla­kenn­ar­ar muni ein­fald­lega draga kennslu sína inn í skel, hætta að nota glær­ur eða taka tíma upp fyr­ir fjar­nema ef glær­ur sem Bjarni Rand­ver notaði telj­ist ámæl­is­verðar að mati siðanefnd­ar HÍ.

„Sú lausn sem þess­ir 84 kenn­ar­ar og starfs­menn Há­skóla Íslands bjóða upp á, að slá á fing­ur siðanefnd­ar og hóta að minnka gagn­sæi í kennslu sinni, er afar var­huga­verð. Fé­laga í Van­trú, sem marg­ir hverj­ir hafa stundað eða stunda enn nám við Há­skóla Íslands, set­ur hljóða við þessa yf­ir­lýs­ingu. Við von­um svo sann­ar­lega að hún hafi ekki al­menn­an hljóm­grunn meðal starfs­manna Há­skóla Íslands, annarra há­skóla­stofn­ana eða eig­anda Há­skól­ans, ís­lensku þjóðar­inn­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Van­trú­ar.

Yf­ir­lýs­ing Van­trú­ar á vef fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert